Haustið 2021 

Í  Læk er úrgangurinn flokkaður í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda sem er kölluð „Saman gegn sóun“ um úrgangsvarnir fyrir tímabilið 2016–2027. Stefnan beinist að níu flokkum, þar af eru sex: matvæli, plast, vefnaðarvöru, rafeindatækni, grænar byggingar og pappír. Við erum með endurvinnslutunnur á öllum deildum og á miðjum leikskóla. Stóru útitunnurnar eru vel merktar fyrir pappa, almennt rusl og lífrænan úrgang.

Í september 2021 hóf Lækur nýtt verkefni sem leitast við að fylgja þessari stefnu frá sjónarmiði Heimsmarkmiða 2030 og tengja verkefnið við gildin sem innihalda menningu matarflæðsins. Gildin eru: sýna virðingu gagnvart börnunum, ýta undir sjálfræði  barnsins og láta í ljós umhyggju þegar börnin eru annars vegar. Með þessi markmið í huga leitast Lækur við að:

Auka heilsu og vellíðan barna og taka ábyrgð á neyslu og framleiðslu.

  

Af hverju er matarsóun vandamál?

 

„Matarsóun er léleg nýting á auðlindum og fjármunum og hefur í för með sér 

óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið. Með því að draga úr matarsóun má nýta dýrmætar auðlindir jarðar betur og spara fé.“

 

Verkefnið felst í því að vigta matarleifarnar daglega. Elsti barnahópurinn setti af stað verkefnið og hefur því verið haldið áfram af Álfhóls- og Vighólshópnum í fylgd með kennara. Verkefnið hefur tvö markmið: annars vegar að draga úr matarsóun og vera með því virkur þátttakandi í að draga úr menguðu lofti. Hins vegar miðar verkefnið enn fremur að því að hvetja börn til að læra á sín eigin líkama svo að þau þrói heilbrigt samband á milli likamans og daglegs mataræðis.

Unnið er í pörum, börnin vega matinn með aðstoð kennara sem fylgir þeim, tekur myndir af matnum og skráir magn úrgangs í blað sem er til sýnis fyrir öll börnin. Í lok hvers mánaðar eru gögnum safnað og leitað að breytum sem eru í samspilinu: matur og magn úrgangs. Með því að fylgjast vel og annast greiningu vonum við að við eigum nógar úpplýsingar í lok ársins til þess að komast að niðurstöðu sem gefur okkur áþreifanlegar hugmyndir um hvernig við getum hjálpað börnum að hafa jafnvægi í mataræði. 

Verkerfnið er stýrt með virðingu  með nokkrum leiðum, annars vegar viðingu kennara til barnsins með því að treysta þeim til þess að ráða því hversu mikið eiga þau að fá sér á diskinn, og hvort/eða þau þurfa að henda mat. Hins vegar það strjórnast það líka af virðingu sem við og börnin höfum til matarins.

Notkun Af endurvinnsluefnið

Í tengslum við þemavikuna í Læk í nóbember 2021 hefur verið ákveðið að nota endurvinnslu- efni við gerð leikfanga og skreytinga fyrir skólann. Foreldrar og kennarar tóku þátt í söfnun þessa efnis. Leikskólastjórinn tók að sér að aðstoða elsta barnahópinn við að búa til risaeðlur sem skreytingar.

Heimildir:

https://samangegnsoun.is/matarsoun/

 

Skólaárið 2020-2021

 

 

 

Kópavogsbær ákvað að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í menntastefnu Kópavogsbæjar. 
Kópavogur var fyrsta sveitarfélag  á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti. Okkur í Læk langar að vera þátttakendur í að útrýma fátækt, bæta loftslag, draga úr ójöfnuði svo nokkuð sé nefnt. Við héldum  þemaviku til að fræða okkur meira um heimsmarkmiðin og  læra nýja  leiki tengda þeim. Þemavikan var 9. til 13. nóvember og þá  snéri leikskólastarfsemin í kringum  heimsmarkmiðin 17.


Verkefnin  valin voru unnin út frá gildum  Lækjar: umhyggja, sjálfstæði og virðing. Í núverandi ástandi þegar lítið er um samvinnu á mill  leikskóla og heimssóknir til okkar eru takmarkaðar vildum við nýta tækifærið til að efla umhverfisvitund og félags-ábyrgð innan húss  og menningu-barna- og starfmanna.


  Hver deild lagaði starfsemi sína í kringum Heimsmarkmið. Skátarnir sendu veggspjöld og hugmyndir af verkum sínum til skólans til að nota í þemavikunni. Hér eru dæmi um hvað deildirnar gerðu: 

  • Hvammkot

             Hvammkot vann að endurvinnslumálum. Leiksskólastjórinn  leiddi umræðu við börnin á deildinni um mikilvægi þess hvernig við

             notum  matinn og fötin okkar.

             Börnin hugleiddu um dýrin sem lifa í sjónum og nauðsyn þess að hafa hafið hreint svo að dýrin borði ekki efni sem skaðar þau

            Börnin sáu myndbandið sem SÞ bjó til og þeim líkaði það mjög vel.

  • Þinghóll

            Kennararnir töluðu um það hvernig við flokkum sorpið í Læk. Börnin fylgdust með því hvað er gert við sorpið, hvert /hvernig sorpið

             fer og  hvað verður um það. Rætt var við börnin um þau áhrif sem sorpið hefur á umhverfið og dýralífið.

             Öll börnin máluðu jörðina. Það var talað /teiknað um hvað er hægt að gera til að hjálpa landinu og umhverfinu.

 

  • Vighóll  

 

            Deild Víghóls lagði áherslu á að vinna með náttúruna, börnin rannsökuðu laufblöð, steina og greinar með stækkunargleri , þau fundu  lítil dýr undir berkinum á greininni, það voru járnsmiðir. Járnsmiðirnir voru rannsakaðir undir stækkunarglerinu, einn þeirra slapp úr kassanum. Börn Víghóls lærðu lagið sem var valið fyrir þemavikuna: 

Myndin hennar Lísu. Lagið leggur áherslu á að við höfum öll rétt til að vera á jörðinni. Samtöl/umræður urðu í kringum lagið: Hvað þurfum við til að allir geti verið öruggir á jörðinni? Svarið sem við fundum er að við verðum öll að læra að vera góð hvert við annað.

 Rætt var um hvernig við getum tryggt að allir fái mat að borða og okkar svar var  að þú verður að vera varkár ekki að henda mat heldur nýta hann vel. Það var farið með börnin í göngutúr til að safna sorpi og síðan var lesin bókin Ruslaskímslið til að hugleiða mikilvægi þess  að flokka sorp á réttan hátt, plast, pappír og mat. Eftir lesturinn urðu góðar umræður um endurvinnslu

 

  • Álfhóll

        Í vikunni var gert  ýmislegt tengt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Samverustundir nýttum við vel til fræðslu og upplýsinga.

         Við höfum skoðað útgefið efni um Heimsmarkmiðin, horfðum á fræðslu myndband á youtube og ræddum saman. Við sungum einnig

          nokkur lög þar sem við tengdum textann við Heimsmarkmiðin. Þemalagið fyrir leikskólann þessa vikuna var Myndin hennar Lísu.

        Við lásum margar bækur og ígrunduðum þær vel á eftir. Við tengdum þær við Heimsmarkmiðin og ræddum um hvað við getum gert til að vinna að þessum markmiðum. Dæmi um bækur sem við lásum eru Gjafmilda tréð, Ævintýrið um himneska tréð og Lítil kraftaverk.

        Í útikennslu fórum við á Lækjavelli snemma morguns í tunglskini. Í ávaxtastund lásum við söguna um Alla Nalla og tunglið og ræddum um það hvernig tunglið lýsir upp jörðina í myrkrinu.

 Börnin voru dugleg að finna lausnir og verkefni sem að þau gætu gert til þess að vinna að þessum Heimsmarkmiðum.

        Sameiginlegt verkefnið :

     Alfhóll og Víghóll deildir unnu saman í þemavikunni við að skreyta skólann og hugleiða markmið SÞ. Þrjú störf voru unnin:

 Fyrsta verkefnið var að búa til 3  hnetti.

 Annað verkefnið samanstóð af því að kynna myndirnar af heimsmarkmiðinu fyrir börnunum. 

Þriðja verkefnið var að leyfa börnunum að búa til heimili okkar og gera það fallegra. Fyrir þriðja verkefnið var eftirfarandi spurt:

                         Hvernig getur heimurinn verið fallegri?

            Börnin unnu í hópum. Þeir teiknuðu sinn heim. Hvert barn tók þátt í samræmi við aldur og skilning á efninu.  Eftir að börnin teiknuðu túlkuðu börnin myndir sínar. Við skrifuðum orð og lékum með hljóðin í orðunum. Orðin voru: 

            súrefni, hreint vatn, gras, mamma, pabbi, jörð, stjarna, sól, tungl.

Velkomnir að horfa á verkefnin okkar: Gerum heiminn betri