Þann 26. maí 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, fulltrúi foreldra í Kópavogi og menntamálaráðherra undir þjóðarsáttmála um læsi, þar sem menntamálayfirvöld og sveitarfélagið einsetja sér að bæta læsi barna í Kópavogi. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að sveitarfélagið setji sér markvissa stefnu og árangursviðmið um lestur. Í kjölfarið var gerð Stefna Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum. Í henni er gert ráð fyrir að unnið sé út frá fimm grunnþáttum lestrar: Hljóðkerfis – og hljóðvitund, lesfimi, lesskilningi, orðaforða og hljóðrænni umskráningu.
Framkvæmd stefnunnar byggir á að allt skólasamfélagið í Kópavogi taki höndum saman um að bæta árangur barna í lestri. Hver leik- og grunnskóli hefur sín sérkenni og mótar eigin aðferðir til þess að ná markmiðum í stefnu Kópavogsbæjar um mál og lestur. Þannig skilum við nemendum okkar vel undirbúnum fyrir áframhaldandi nám, líf og leik í nútíma samfélagi.
Hér fyrir neðan má lesa sér til um læsisáætlun leikskólans og handbók fyrir snemmtæka íhlutun í máli og læsi