Sími 441-5900


Fréttir og tilkynningar

Gleðilegt nýtt ár 2019 - 12.1.2019

Óskum ykkur gleðilegs árs með von um að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.

Nú er skipulagt starf að fara aftur í gang eftir góða jólatörn. Á föstudaginn var vasaljósadagur hjá okkur með tilheyrandi ljósageislum. Í stóra-Læk var garðurinn skreyttur og segl sett yfir kastalann. Börnin nutu þess að vera úti í myrkrinu með vasaljósin sín. Ljósin voru einnig slökkt innan dyra sem skapaði góða stemningu.  Á litla-Læk könnuðu börnin umhverfið sitt með vasaljósum en þau voru einnig með hvítan dag. Samsöngur var bæði í stóra- og litla Læk.

Fréttir - 20.12.2018

Jólin í leikskólanum voru 19. desember. Stóri lækur byrjaði dagurinn á því að Skyrgámur hafði komið í heimsókn um nóttina og atað allt út í skyri.  Svo fengu börnin Skjóðu í heimsókn og hún sagði okkur frá því hvað varð til þess að jólasveinarnir ákváðu að gefa í skóinn í staðinn fyrir að hrekkja og stríða. Síðan bættust Hurðaskellir og Skyrgámur i hópinn. Skyrgámur sagðist hafa fundið svo mikið skyr í leikskólanum og ákveðið að skreyta fyrir okkur. Hann baðst afsökunnar á því að hafa gert þetta hann hefði bara gleymt sér. Þau sungu svo og dönsuðu í kringum jólatréð með börnum og starfsfólki. Að lokum útdeildu þau gjöfum sem börnin fengu að opna inn á deildunum sínum. Gjafirnar innihéldu vasaljós sem vakti mikla lukku. 

Á Litla Læk var líka jólaball þar var dansað og sungið í kringum jólatréð. Gáttaþefur mætti svo til þeirra og spjallaði við þau og útdeildi gjöfum. Þar innihéldu gjafirnar líka vasaljós sem vakti líka mikla lukku þar. Allir fengu svo góðan jólamat í hádegismat og ís í eftirrétt.


DSC0511920181219_111434841_iOS

20181218_213111441_iOS







Breyttur opnunartími - 5.7.2018

Við viljum vekja athygli á því að opnunartími leikskólans mun breytast eftir sumarfrí. 

Leikskólinn mun vera opinn frá 7:30 - 16:30.


Breytingin mun eiga sér stað þann 9.ágúst en þá verður opið frá 13:00 - 16:30.

Venjulegur opnunartími verður svo þann 10.ágúst 2018, 7:30 - 16:30.

Leikskóladagatal 2018-2019 - 4.7.2018

Við vekjum athygli á því að skóladagatal Lækjar er tilbúið fyrir skólaárið 2018-2019. 

Sumarhátíð - 27.6.2018

Föstudaginn 22.júní var haldin sameiginleg sumarhátíð Lækjar og Arnarsmára þar sem börn og starfsfólk gerðu sér glaðan dag saman.
Eldri börnin héldu upp í Vinalund í brekkunni við Digraneskirkju en yngri börnin voru í garðinum á litla Læk. Börnunum var skipt í hópa og farið var á milli fjölbreyttra stöðva þar sem þurfti að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir. Að lokum var leiksýning frá Götuleikhúsi Kópavogs og allir fengu grillaðar pylsur.

Dagurinn heppnaðist vel og allir skemmtu sér vel. Við þökkum börnum og starfsfólki Arnarsmára fyrir skemmtilegan dag. 






Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica