• Leikskólinn okkar er kominn í samstarf við  eTwinning sem
   er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast
   í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum
   samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum
   og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.
 • Einföld vefverkefni fyrir kennara, starfsfólk og nemendur;
  þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu; endurmenntun: frí
   netnámskeið og styrkir á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni
   og menntun.
 • Verkefnin eru á e-Twinning sem er sérstakt vinnusvæði þar sem
  kennarar frá Evrópu vinna sameiginleg verkefni rafrænt.
   E-twinning svæðið heyrir undir RANNÍS og er með leyfi frá
  menntamálaráðuneytinu. Foreldrar fá aðgang að svæði innan
   e-Twinning og einnig verður hægt að fylgjast með verkefninu á
  heimasíðu leikskólans

Árið 2022-2023

Verkefni heiti: Empowering Voices / Með okkar raddir

Um vellíðan og hvernig eflum það:

Við þegar okkur líður vel: 

Álfhóll; Það sem vekur okkur vellíðan:

 

 

 

Víghóll :  Það sem vekur okkur vellíðan

 

 

 

 

 

 

Verkefni heiti: "Leikum Okkur" 

Verkefni heiti: "Northern and Baltic Fairy Tales meets Technology"

 

 

 

Árið 2021-2022

 • Kennarar í Læk gerðu þrjú verkefni fyrir 4-5 ára börnin í  leikskólanum.
  Verkefnin voru unnin í samvinnu við kennara og starfsmenn deildarinnar. 

Verkefnin voru:  

           " Skemmtileg verkefni utandyra  "

Skemmtilegt verkefni í nátturunni

 
 1. Með þessu verkefni hvetjum við börnin til að rannsaka náttúruna á skemmtilegan
  hátt í gegnum leiki og hreyfingu. Við vekjum börnin til umhugsunar um náttúruvernd
  og endurvinnslu og hvetjum þau til að skoða náttúruna út frá listrænum sjónarhornum
  sem þau geta nýtt í eigin sköpun. Farið verður í skógarferð þar sem við tökum með
  okkur nesti og verðum með umhverfisvæna lautarferð. Þetta verkefni er unnið að
  mestu utandyra þar sem börnin fara í skemmtilegar ferðir, safna efniviði sem þau
  nýta til listsköpunnar. Börnin fá að fylgjast með hvað börn í öðrum löndum eru að gera.

  • Úrvinnsla:
  • Við tókum pásu eftir áramót vegna Covid.

  • Nóvember:

   Í þessum mánuði erum við að kynnast skógunum okkar. Í þessari starfsemi hefur
   verið ákveðið að fara með nemendur í Guðmundarlund. Þessi staður var valinn vegna
   þess að hann tilheyrir borginni þar sem skólabörnin búa. Í öðru lagi var hann valinn vegna
  • þess að það er hefð á Læk að heimsækja þennan stað einu sinni á ári.
    Staðurinn er mjög fallegur og býður upp á mikið af afþreyingu fyrir börn.
  • Kennararnir munu fara með báðum árgöngum þar sem þetta verkefni felur í sér mikið
  • reynslu sem nær að tengjast skólanámskrá fyrir þennan aldurshóp.
   Dagana 3. og 4. nóvember fóru börnin í skoðunarferð í Guðmundarlund. Umsjónarmaður
  • staðarins tók á móti okkur og fór með okkur í Gamal húsið þar sem hann hélt fyrirlestur.
   Í ræðunni útskýrði hann fyrir okkur hvernig grenitré verða til og hvernig þau fjölga sér þegar
  • könglar falla til jarðar. Hann sýndi okkur með hjálp smátréstokks hvernig tré vaxa og hvernig
  • hægt er að sjá aldur þeirra í hringjum stofnsins.


   Umsjónarmaðurinn taldi árin á litlum stokk sem hann átti af grenitré og við sáum
  • hvernig hann var 20 ára þegar tréð  var höggvið niður. Börnin tóku þátt í að telja hringina
  • á stokkunum til að sjá aldur þeirra. Við löbbuðum rétt hjá til að horfa á skemmdirnar sem
  • urðu  af völdum elds í skóginum í fyrra.
   Þótt svæðið hefði brunnið  mátti samt sjá sprota þar sem nýtt gras er þegar að vaxa.
  • Að lokum tók umsjónarmaður okkur til að hlusta á trén.
   Börnin léku sér úti með ýmsa hluti sem við komum með úr leikskólanum. Einnig æfðu
  • börnin sig að leika sér saman og nýttu það sem náttúran bauð þeim.

   Börnin og kennarar sátu saman og fengu kakó og smákökur. Þau borðuðu ekki
  • grænmeti því það var mjög snemmt en þau fengu banana. Seinna fórum við öll saman
  • í göngutúr í skóginum og sungum nokkur lög.
   Síðasti partur dagsins var fráls leikur. Sum börn notuðu tækifæri til þess að ganga með
  • kennaranum um skálann og skoða plönturnar fyrir aftan húsið á meðan aðrir fóru að telja
  • hringina á trjástofnunum.
   Almennt nýttu börnin tímann mjög vel til að skoða sig um í náttúrunni og velta fyrir sér
  • hvernig þau gætu nýtt sér efni úr henni. Á endanum sótti rútan okkur upp eftir og við
  • fórum til baka í leikskólann.
   Næsta daginn var börnunum boðið að teikna Guðmundarlund og það sem þeim hefði
  • þótt merkilegasti þáttur ferðarinnar. Sum teiknuðu húsið, og aðrir fallhlif sem var notað
  • til þess að leika með bolta.
   https://vimeo.com/641977398
   Október:

   Farið var með börnin í skoðunarferð og til þess að rannsaka umhverfi skólans.
  • Tilgangurinn var að safna upplýsingum um hvað finnst í nátturunni. Börnin tóku með sér
  • stækkunargler til að rannsaka umhverfið og hvað sé undir klettunum.
  •    •  Teknar voru myndir af mismunandi dýrum, skordýrum og plöntum. Við söfnuðum blómum
  • til að skreyta vegginn okkar. Hvert barn kom með sína eigin poka og Pattý geymdi
  • þá fyrir næstu verkefni.


   Næstu viku skreyttum við vegginn okkar með þeim plöntum og blómum sem höfðu
  • safnast saman. Verkinu var skipt í tvennt: nokkur börn skreyttu vegginn með hjálp
  • frá Pattý og hin börnin máluðu dýrin sem eru á Íslandi. Til að styðja börnin í verkefninu
  • skoðuðu kennararnir með þeim bækur og ræddu við þau um dýrin sem búa á Íslandi.
   https://vimeo.com/637568844
   Í næsta verkefni fórum við með börnin í gönguferð með BLÆR. Þessi ferð var farin
  • með báðum árgöngum  því að öll börnin vildu taka þátt í því. Í göngutúrnum sögðu börnin
   BLÆ frá umhverfi sínu og útskýrðu fyrir honum það sem fyrir augu bar.
  •  


  • September:   
   Þessi mánuður var notaður til að undirbúa verkefnið. Tveir kennaranna, Maggý og Karó
  • , teiknuðu myndir af kennurum sem munu taka þátt í verkefninu.
   Pattý gerði upptöku, þar  sem kennarar  kynna sig með nafni, segja hvar þeir vinna og
  • senda fallega kveðju til barnanna sem hlusta á þá.
   Í þessum mánuði voru börnin hvött til að æfa sig að segja frá sjálfum sér. Þau áttu að
  • gera það  með því að gefa upp nafn, aldur og hvar þau búa. Þetta verkefni var valið til
  • að styrkja sjálfsmynd og efla máltjáningu barnsins. Í kjölfar verkefnisins sköpuðu börnin
  • sjálfsmynd. Sjálfsmyndirnar voru settar á heimasíðu verkefnisins og hverri mynd fylgdi
  • raddupptaka af hverju barni,  þar sem barnið lét  í té  ofangreindar upplýsingar.
   https://vimeo.com/638321237
   Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin 2017–2018
  • skreyttu vegginn  til að nota hann sem bakgrunn fyrir verkefnið sitt. Í þeim bakgrunni
  • máluðu þau heiminn með himni og jörð.

 

 

 


            "Að kynnast heiminum okkar"

Að kynnast heiminum okkar

 

 

 

 • Í næsta verkefni málaði hvert barn húsið sitt á pappa. Börnin klipptu og skreyttu
  húsið með sellófan. Þau máluðu húsin með akrýlmálningu. Börnunum var frjálst að
  setja húsið sitt þar sem þau vildu á vegginn, sum settu húsið sitt nálægt húsi vina
  sinna en önnur settu húsið sitt upp í geiminn.
 •  
 • Í lokin gerði Pattý myndband við hvert hús og var myndbandið sett á eTwinning-síðuna og
  myndbandið var einnig sett á heimasíðuna.
 • https://vimeo.com/633196569
 • Annað verkefni í október var að börnin áttu læra um borgina sína. Til þess ræðum við í stofunni
  um umhverfi okkar (sem er Kópavogur) og nefnum þá staði þar sem við höfum öll komið.
  Rætt var um bókasafnið, bakaríið, 
 • Smáralindina, Kökuhúsið,  garðana og leikskólana. Börnin unnu verkefni ein eða
  í pörum. Verkin sýna byggingar Kópavogsbæjar á pappa og þær eru skreyttar
  með sellófanpappír, í lokin máluðu börnin þær og merktu hverja byggingu með
  nafni og límdu þær síðan á vegginn okkar.

 

 • September 2021
 •  
 • Þessi mánuður var notaður til að undirbúa verkefnið. Kennararnir settu
  maskínupappír á einn vegg skólans og börnin 2016–2018 skreyttu vegginn
  til að nota hann sem bakgrunn fyrir verkefnið sitt. Í þeim bakgrunni máluðu
  þau heiminn með himni og jörð
 • Farið var með börnin í skoðunarferð til að rannsaka umhverfi skólans, og
  jafnframt til þess að safna hugmyndum um hvernig heimurinn okkar er.
  Teknar voru myndir og blóm voru sótt  til þess að hafa til skrauts.
  Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin máluðu
  þar heiminn, himininn fyrir ofan, grasið og eldfjöllin fyrir neðan.
   
  Börnin máluðu líka tré, laufblöð og blóm til að skreyta vegginn og til að líkja
  eftir heiminum.Þar munum við setja verkin okkar og í lok verkefnisins mun
  veggurinn gefa okkur mynd af því hvernig heimurinn okkar er.

   

 • Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Frakkland, Portúgal og Spán. Við kynnum
  Íslenska náttúru, tungumálið okkar og bæinn okkar Kópavog fyrir hinum löndunum.
  Við ætlum að vinna með bókina um Línu Langsokk, nýta samstæðuspil og auka
  orðaforða barnanna. Börnin læra um umhverfi sitt og annarra og unnið er með
  þrjá þætti: dýralíf, orðaforða og númer. Verkefnið er hannað með tilliti til
  félagsfærni, máls og læsis.
 • Ábyrgðarmaður verkefnisins er Patricia Segura Valdes sérgreinastjóri.
   Verkefnið byrjar í október. Það er hægt að skoða meira um e-Twinning
  verkefnin á svæði:
  https://www.erasmusplus.is/menntun/skolar/etwinning 

         

 

 

Árið 2020-2021

 •  Leikskólinn okkar er kominn í samstarf við  eTwinning sem er aðgengilegt
 • skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska
 • kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér
 • endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með
 • hjálp upplýsingatækni.
 •  
 • Einföld vefverkefni fyrir kennara, starfsfólk og nemendur;
 • þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu; endurmenntun: frí netnámskeið og
 • styrkir á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni og menntun.
 • Á haustönn 2020  var farið í verkefni sem  heitir Christmas at 64°north.
 •  Þetta  er verkefni sem vinnur með mál og læsi í víðum skilningi og tekur
 • til mismunandi jólamenningar og hefða. Unnið var með elstu börn í leikskólanum.
 •  
 • Verkefnið var framkvæmt á tímabilinu 23. nóvember 2020 til 6. janúar 2021.
 •  
 • Ábyrgðaraðilar verkefnisins voru sérkennslustjórar og sérkennarar leikskólans
 • Lækjar í Kópavogi og unnu í samvinnu við kennara frá Spáni og Rúmeníu. 
 •  
 • Kennararnir kynntu íslenskar hefðir og menningu tengda jólunum fyrir börnunu
 •  
 • Við notuðum til þess gamlar íslenskar þjóðsögur um Grýlu, jólaköttinn og jólasveinana.
 • Við lásum kvæði eftir Jóhanes úr Kötlum um jólasveinana, þegar þeir koma til byggða.
 • Við lásum líka Ævintýri um Augastein og einnig kynntum við menningu annarra
 • landa fyrir nemendum okkar með fræðslu og þátttöku í eTwinning. 
 • Kennsluaðferðirnar gengu út á að læra læsi í hinum ýmsu myndum, auka orðaforða,
 • hlustunarskilning, hljóðkerfisvitund, ritun og frásagnarhæfni.
 •  
 • Markmiðið var einnig að auka menningarlæsi með því að kynna fyrir börnunum hefðir
 • mismunandi menningarheima. Sérkennarar hittu börnin daglega á meðan á   verkefninu
 • stóð og kynntu þeim sögur, söngva, þulur ogannan fróðleik. Þetta var gert í
 • samverustundum þar sem börnin voru öll saman í hóp. Í kjölfarið notuðum við  
 • stöðvavinnu til að vinna áfram með það sem við höfðum lært og börnin unnu saman
 • að því að ná markmiðum sínum

 

.           Á stöðvunum var eftirfarandi: 

 

 • Samstæðuspil, börnin röðuðu myndum í atburðarröð og æfðu sig að
  endursegja sögur.Börnin unnu með samsett orð, léku sér að búa til
  samsett orð með mismunandi myndum og klöppuðu síðan atkvæðin í
  orðunum. Rímstöðvar, myndalistarstöð þar sem börnin bjuggu til mynd
  saman sem þau sömdu síðan sögu við, eða öfugt,  Það var sögustöð
  þar sem börnin bjuggu til sögu sem þau bjuggu síðan til mynd við, eða öfugt
  Þessar stöðvar voru allar með það að markmiði að hver og einn gæti lagt sitt að
  mörkum í hópastarfi með öðrum, nýtt styrkleika sína og lært í hópi jafningja.
 •   Börnin upplifðu að fá að hitta jafnaldra sína frá öðrum löndum í gegnum netsamband
  . Þau unnu sameiginlega verkefni sem við kölluðum jólabæinn þar sem börnin endurgerðu
  borgina sína, meðal annars með byggingum, skóla, húsi, kirkjum og fjöllum.  
  Hvert barn fékk tækifæri til að skapa eftir sínum skilningi og getu.
 •  
 • Hægt er að skoða verkefnið á vefsiðu kennarans: https://patriciasvaldes.wixsite.com/kennsluferilmappa