Bangsinn Blær

 

  Útdráttur

 • Að móta jákvæðan skólabrag og viðhalda honum.
 • Að samfélag barnanna einkennist af gagnkvæmu umburðarlyndi og virðingu.
 • Að þróa getu barna til þess að sýna hverju öðru umhyggju og að styðja félaga sína og verja.
 • Að efni og þau gildi sem verkefnið byggir á séu eðlilegur hluti af daglegu lífi og skólastarfi.
 • Að koma í veg fyrir einelti í leiksólum og grunnskólum, með því að starf skólanna, áætlanir og viðhorf tryggi börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að þrífast.
 • Að þróa nýjar aðferðir og verkfæri til forvarna fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.
 • Að stuðla að rannsóknum á einelti
 • Forvarnarverkefni gegn einelti

 

Grunngildin fjögur:

 1. Umburðarlyndi: Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu.
 2. Virðing: Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og virða mismunandi hátterni annarra.
 3. Umhyggja: Að sýna öllum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.
 4. Hugrekki: Að þora að láta til sína heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti