Hér í Læk eru ýmsar skimanir og athuganir notaðar í daglegu starfi til þess að fylgjast með þroska barnanna. Sérstök áhersla er lögð á málþroska og því höfum við lagt fyrir þrjár mismunandi málþroskaskimanir eftir aldri barnanna. Orðaskil er lagt fyrir börn á þriðja aldursári, EFI-2 fyrir börn á fjóðra aldursári og Hljóm-2 fyrir börn á fimmta aldursári.

Orðaskil
Orðaskil-málþroskapróf byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningagerð málsins. Aldursviðmið fylgja prófinu, en með samanburði við þau er skorið úr um hvort málþroski barna mælist innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.

Höfundur er Elín Þöll Þórðardóttir, talmeinafræðingur.

Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra.

Þeir foreldrar sem vilja ekki taka þátt í Orðaskilum þurfa að láta deildarstjóra vita.

Frekari upplýsingar veitir sérkennslustjóri.

EFI-2
EFI-2 er málþroskaskimun fyrir börn á fjórða ári. Barn og kennari eiga rólega stund og skoða saman myndabók. Svör barnsins gefa vísbendinu um hvar það er satt í málþroskaferlinu. Þessi skimun kannar málskilning og tjáningarfærni barnsins og tilgangurinn er að finna þau börn sem þurfa á auka málörvun að halda.

EFI-2 er eftir Elmar Þórðarson, Friðrík Rúnar Guðmundsson og Ingibjörgu Símonardóttir en þau eru öll talmeinafræðingar.

Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra.

Þeir foreldrar sem vilja ekki að barnið taki þátt í EFI-2 þurfa að láta deildarstjóra vita.

Frekari upplýsingar veitir sérkennslustjóri.

 

HLJÓM - 2

 Í Læk skimum við málþroska elstu barnanna og til þess notum við Hljóm-2 sem er próf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfis-vitund (hljóð- og málvitund) leikskólabarna á aldrinum 4 ára, 9 mánaða og 16 daga – 6 ára, 1 mánaða og 15 daga.

Á þessum aldri fara börnin að leika sér á annan hátt með tungumálið, þau búa til ný orð og fara að bullríma eða finna út hvaða orð ríma saman og hver ekki. Þessi orðaleikur þeirra er undanfari lestrarnáms.

Niðurstöður úr Hljóm-2 geta sagt til um hvaða börn geta verið í áhættu fyrir lestrarörðugleika síðar meir. Niðurstöðurnar hjálpa okkur að vinna með og örva málþroska barna í leikskóla og heima og undirbúa þau fyrir lestrarnám.

 Hljóm -2 er eftir Ingibjörgu Símonardóttur, Jóhönnu Einarsdóttur og Amalíu Björnsdóttur

 Í Hljóm - 2 eru eftirfarandi sjö þættir:

  • Rím, sem reynir á heyrnræna úrvinnslu, (ekki myndrænt). 
  • Samstöfur,  hér þarf barnið að klappa atkvæðin í ákveðnum orðum. 
  • Samsett orð, hér heyrir barnið tvö orð og á að setja saman í eitt. 
  • Hljóðgreining, hér þarf barnið að hlusta eftir ákveðnum hljóðum í orðum. 
  • Margræð orð, hér þarf barnið að greina hvaða tvær myndir af fjórum nota orð sem hljóma eins eða næstum eins.  
  • Orðhlutaeyðing, hér þarf barnið að hlusta eftir hvaða orð verður eftir ef fyrri hluti orðsins er sleppt.
  • Hljóðtenging, hér þarf barnið að tengja 2-3 málhljóð heyrnrænt í orð.

Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra.

Þeir foreldrar sem vilja ekki að barnið taki þátt í Hljóm-2 þurfa að láta deildarstjóra vita.

Frekari upplýsingar veita sérkennslustjóri og deildarstjórar Álfhóls og Víghóls.