•   Leikskólinn okkar er kominn í samstarf við  eTwinning sem er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. Einföld vefverkefni fyrir kennara, starfsfólk og nemendur; þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu; endurmenntun: frí netnámskeið og styrkir á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni og menntun.

 

  • Á haustönn 2020  var farið í verkefni sem  heitir Christmas at 64°north.  Þetta  er verkefni sem vinnur með mál og læsi í víðum skilningi og tekur til mismunandi jólamenningar og hefða. Unnið var með elstu börn í leikskólanum. Verkefnið var framkvæmt á tímabilinu 23. nóvember 2020 til 6. janúar 2021. Ábyrgðaraðilar verkefnisins voru sérkennslustjórar og sérkennarar leikskólans Lækjar í Kópavogi og unnu í samvinnu við kennara frá Spáni og Rúmeníu. 
  • Kennararnir kynntu íslenskar hefðir og menningu tengda jólunum fyrir börnunum. Við notuðum til þess gamlar íslenskar þjóðsögur um Grýlu, jólaköttinn og jólasveinana. Við lásum kvæði eftir Jóhanes úr Kötlum um jólasveinana, þegar þeir koma til byggða. Við lásum líka Ævintýri um Augastein og einnig kynntum við menningu annarra landa fyrir nemendum okkar með fræðslu og þátttöku í eTwinning. 
  • Kennsluaðferðirnar gengu út á að læra læsi í hinum ýmsu myndum, auka orðaforða, hlustunarskilning, hljóðkerfisvitund, ritun og frásagnarhæfni

             Markmiðið var einnig að auka menningarlæsi með því að kynna fyrir börnunum hefðir mismunandi menningarheima. Sérkennarar hittu                   börnin daglega á meðan á   verkefninu stóð og kynntu þeim sögur, söngva, þulur ogannan fróðleik. Þetta var gert í samverustundum þar                   sem börnin voru öll saman í hóp. Í kjölfarið notuðum við  stöðvavinnu til að vinna áfram með það sem við höfðum lært og börnin unnu                         saman að því að ná markmiðum sínum

.           Á stöðvunum var eftirfarandi: 

  • Samstæðuspil, börnin röðuðu myndum í atburðarröð og æfðu sig að endursegja sögur.
  • Börnin unnu með samsett orð, léku sér að búa til samsett orð með mismunandi myndum og klöppuðu síðan atkvæðin í orðunum. 
  • Rímstöðvar, myndalistarstöð þar sem börnin bjuggu til mynd saman sem þau sömdu síðan sögu við, eða öfugt, . 
  • Það var sögustöð þar sem börnin bjuggu til sögu sem þau bjuggu síðan til mynd við, eða öfugt. Þessar stöðvar voru allar með það að markmiði að hver og einn gæti lagt sitt að mörkum í hópastarfi með öðrum, nýtt styrkleika sína og lært í hópi jafningja.

          Börnin upplifðu að fá að hitta jafnaldra sína frá öðrum löndum í gegnum netsamband. Þau unnu sameiginlega verkefni sem við kölluðum jólabæinn þar sem börnin endurgerðu borgina sína, meðal annars með byggingum, skóla, húsi, kirkjum og fjöllum.  Hvert barn fékk tækifæri til að skapa eftir sínum skilningi og getu.

 Hægt er að skoða verkefnið á vefsiðu kennarans: https://patriciasvaldes.wixsite.com/kennsluferilmappa