.png)
Barnaþing er þróunarverkefni sem hefur þann tilgang að skapa kringumstæður fyrir börnin, þar sem þau geta verið þátttakendur í skólasamfélagi sínu og haft áhrif á daglegt starf þess.
Einning þjálfist þau í að tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hát Barnaþing er haldið vikulega og þar þjálfa börnin sig í að nýta réttindi sín með því að segja álit sitt á skólamálum. Börnin æfa sig að koma fram við hvort annað af virðingu og tileinka sér gagnrýna hugsun.Tilgangur þessarar síðu er að skrá atburði á lýðræðisfundum barna á aldrinum 5-6 ára.
Fundirnir fara fram innan leikskólans einu sinni í viku á hvíldartíma barnanna og tilgangur fundanna er að gefa börnunum tækifæri til að tjá sig, efla félagsfærni, frumkvæði og sjálfræði. Stærð barnahópanna eru 5-6 þátttakendur,eftir samsetningu barnahópsins
.jpg)
Kennari er með þeim til að styðja við þau í hlutverki fundarins og leikskólastjórinn á sér fastan stað innan fundarins.Þemað er valið af kennurunum og börnunum og á að
endurspegla þá starfsemi sem börn hafa áhuga á.Allir hafa tækifæri til tjá sig, stjórna fundum og sitja hjá. Fundirnir eru byggðir á gildum virðingar, umburðarlyndis og þátttöku.
Lýðræðisfundir eru mikilvægur hluti af námskrá leikskóla á Íslandi. Lýðræðisfundir eru 15 til 20 mínútur. Lengdin er miðuð við þol barnanna til að sitja fundi og á að stuðla að vellíðan þeirra á fundinum. Verkfæri barnaþingsins eru umræður og að kjósa.
.jpg)
Í vetur 2020-2021 verður barnaþing áfram fastur liður og mun hafa yfirþemað Þátttöku, í samræmi við Aðalnámskrá sem kveður til þátttöku fjölskyldna í leikskólastarfi ætlum við að hvetja til samvinnu við foreldra og kennara. Hægt er að fylgjast með starfið á vefsiðu kennarans :
https://patriciasvaldes.wixsite.com/kennsluferilmappa