•  Leikskólinn okkar er kominn í samstarf við  eTwinning sem
     er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast
     í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum
     samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum
     og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.
  • Einföld vefverkefni fyrir kennara, starfsfólk og nemendur;
    þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu; endurmenntun: frí
     netnámskeið og styrkir á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni
     og menntun.
  • Verkefnin eru á e-Twinning sem er sérstakt vinnusvæði þar sem
    kennarar frá Evrópu vinna sameiginleg verkefni rafrænt.
     E-twinning svæðið heyrir undir RANNÍS og er með leyfi frá
    menntamálaráðuneytinu. Foreldrar fá aðgang að svæði innan
     e-Twinning og einnig verður hægt að fylgjast með verkefninu á
    heimasíðu leikskólans
  • Hérna eru fleiri upplýsingar um verkefnin okkar