Barnaráð sem áður var kallað barnaþing,  var þróunarverkefni 2019 sem hafði þann tilgang að skapa kringumstæður fyrir börnin, þar sem þau gætu verið þátttakendur í skólasamfélagi sínu og haft áhrif á daglegt starf þess.

Einning þjálfist þau í að tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hát Barnaþing er haldið vikulega og þar þjálfa börnin sig í að nýta réttindi sín með því að segja álit sitt á skólamálum.  Börnin æfa sig að koma fram við hvort annað af virðingu og tileinka sér gagnrýna hugsun.

Tilgangur þessarar síðu er að skrá atburði á lýðræðisfundum barna á aldrinum 5-6 ára. Stærð barnahópanna eru 5-6 þátttakendur,eftir samsetningu barnahópsins

Kennari er með þeim til að styðja við þau í hlutverki fundarins og leikskólastjórinn á sér fastan stað innan fundarins.Þemað er valið af kennurunum og börnunum og á að

endurspegla þá starfsemi sem börn hafa áhuga á.

Allir hafa tækifæri til tjá sig, stjórna fundum og sitja hjá. Fundirnir eru byggðir á gildum virðingar, umburðarlyndis og þátttöku. Lýðræðisfundir eru mikilvægur hluti af námskrá leikskóla á Íslandi. Lýðræðisfundir eru 15 til 20 mínútur. Lengdin er miðuð við þol barnanna til að sitja fundi og á að stuðla að vellíðan þeirra á fundinum. Verkfæri barnaþingsins eru umræður og að kjósa.


 Reglur og hlutverkaleikara:

  • Rauður ritari til að viðhalda reglu og aga á fundum 
  •  gulur ritari til að telja og stýra atkvæðum þingsins. 
  • Forseti barnaþingis ber ábyrgð á því að veita orðið og greiða atkvæði þegar jafnt er.


 Barnahópnum á þingi verður skipt í fjóra hluta. Í upphafi útskýrir Pattý fyrir hópnum frá þeim efnum sem verða rætt: 

 

1. Hvernig barnavikunni hefur verið hagað.

2. Rætt um hvort börnin hafi átt í slagsmálum við önnur börn eða kennara. 

3. Rædd er hvort börnunum líkar við skólann og hvort þau vilji breyta einhverju í daglegu starfsemi hans.

4. Barnaþing hefur lika tækifæri til að koma fram með tillögu til leikskólastjórnar. Allar tillögur eru bornar undir barnahópinn og atkvæðagreiðsla ræður því sem skrifað er til leikstjórans. Pattý skrifar bréf sem öll börnin undirrita. 

Hinn almenni tilgangur þingsins er að hvetja börn til að finna lausnir á vandamálum með hugleiðslu og umræðu.

Hægt er að fylgjast með starfið á vefsiðu kennarans :

https://patriciasvaldes.wixsite.com/kennsluferilmappa