Foreldrafélagið Grágæs

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020

 

Jenný Skagfjörð Einarsdóttir Gjaldkeri 
Arna María Hálfdánardóttir foreldri á Víghóli Formaður 
Lena Rut Olsen foreldri á Víghóli Trúnaðarmaður

Meðstjórnandi 
Anna Haarde foreldri á Víghóli og Þinghóli Ritari 

 Gunnhildur Brynjarsdóttir  fulltrúi leikskólans 

Hlutverk trúnaðarmanns 

Hlutverk trúnaðarmanns er að gæta hagsmuna foreldra og barna þeirra. Ef foreldrar vilja t.d. koma athugasemdum (jákvæðum eða neikvæðum) um starfsemi skólans á framfæri í trúnaði, er þeim bent á að senda trúnaðarmanni skilaboð á tölvunetfangið. Trúnaðarmaður metur svo, í samráði við foreldra, hver næstu skref skuli vera.

 

Lög og starfsreglur Foreldrafélagsins Grágæsar

 

1 gr. Félagið heitir „Foreldrafélagið Grágæs“ ( kt. 690595-2579) og í því eru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Læk,  Lækjarsmára 114 og Dalsmára 21, Kópavogi.

2 gr. Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að auknu samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólans, svo og samvinnu foreldra innbyrðis í því skyni að standa vörð um hagsmuni og velferð barnanna á leikskólanum.

3 gr. Dagskrá komandi vetrar skal stjórn móta á fyrsta fundi sínum eftir að hún kemur saman, eftir atvikum með hliðsjón af dagskrá fyrri ára.

4 gr. Stjórn foreldrafélagsins er kosin ár hvert á aðalfundi. Skal hún skipuð alls sjö fulltrúum. Leitast skal við að leikskóinn eigi einn fulltrúa í stjórn og hver deild innan skólans eigi einnig sinn fulltrúa. Fulltrúi leikskólans eru þó ekki kjörgengur til formanns. Stjórnarmenn sem eiga eitt barn í leikskólanum á síðasta leikskólaári skulu ekki heldur vera kjörgengir til formanns.

Kjörtímabil stjórnar er eitt ár í senn, talið frá aðalfundi til aðalfundar.  Foreldrafélagið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund. Kjósa skal 1 formann, 1 varaformann, 1 trúnaðarmann, 1 gjaldkera og 1 ritara. Stjórn er ekki ákvörðunarhæf nema mættir séu a.m.k. 3 stjórnarmenn á fund og ræður meirihluti atkvæða mættra fundarmanna í öllum málum.

Ritari skal bókfæra allar meiriháttar ákvarðanir stjórnar.

Ekki er æskilegt að allir stjórnarmenn hætti störfum í einu. Stjórninni er heimilt að kveða til starfa nýjan stjórnarmann fari einhver stjórnarmanna útúr stjórninni, t.d. ef barn hans hættir á leikskólanum.

5 gr. Félagsgjöld, ákveðin á aðalfundi hverju sinni, skulu innheimt af stjórn félagsins einu sinni á ári, í nóvembermánuði. Skal reikningsár foreldrafélagsins hefjast 1. október og ljúka 30. september ár hvert.

6 gr. Aðalfundur skal haldin ár hvert fyrir lok október. Boða skal til hans með auglýsingu með a.m.k. 10 daga fyrirvara og kynntur þar möguleiki á að koma á framfæri breytingu á lögum félagsins með tillögu til stjórnar.

7 gr. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund  og skulu þær bornar upp á aðalfundi . Meirihluti greiddra atkvæða mættra aðalfundarmanna nægir til breytinga á lögum félagsins.

8 gr. Á hverjum aðalfundi skal kjósa einn skoðunarmann reikninga. Hann skal skoða og eftir atvikum samþykkja reikninga ársins frá gjaldkera, fyrir næsta aðalfund.

Lög þessi með til orðnum breytingum voru samþykkt á aðalfundi  3. október 2013.