Foreldrafélagið Grágæs

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2023-2024

Tölvupóstur: gragaesforeldrafelag@gmail.com 

Facebook síða félagsins

 

Erla Pálsdóttir, foreldri á ÁlhóliFormaður
Arna Íris Vilhjálmsdóttir foreldri á ÁlfhóliGjaldkeri
Nína Sördal foreldri á Álfhóli
Ásgerður Ósk Hilmarsdóttir foreldri á Víghóli 
Kolbrún Lilja Skúladóttir foreldri á Víghóli og Lynginu
Þórey Sif Brink foreldri á Þinghóli 
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir foreldri á Hvammkoti
Sigríður Anna Ólafsdóttir foreldri á Álfhóli og Víghóli

Tengiliður leikskólans er Gunnhildur Brynjarsdóttir deildarstjóri á Víghól, netfangið hennar er: gunnhb@kopavogur.is

 

Hlutverk trúnaðarmanns 

Hlutverk trúnaðarmanns er að gæta hagsmuna foreldra og barna þeirra. Ef foreldrar vilja t.d. koma athugasemdum (jákvæðum eða neikvæðum) um starfsemi skólans á framfæri í trúnaði, er þeim bent á að senda trúnaðarmanni skilaboð á tölvunetfangið. Trúnaðarmaður metur svo, í samráði við foreldra, hver næstu skref skuli vera.

 

Lög og starfsreglur Foreldrafélagsins Grágæsar

 

1 gr. Félagið heitir „Foreldrafélagið Grágæs“ ( kt. 690595-2579) og í því eru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Læk,  Dalsmára 21-25, Kópavogi.

2 gr. Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að auknu samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólans, svo og samvinnu foreldra innbyrðis í því skyni að standa vörð um hagsmuni og velferð barnanna á leikskólanum.

3 gr. Dagskrá komandi vetrar skal stjórn móta á fyrsta fundi sínum eftir að hún kemur saman, eftir atvikum með hliðsjón af dagskrá fyrri ára.

4 gr. Stjórn foreldrafélagsins er kosin ár hvert á aðalfundi. Skal hún skipuð alls sjö fulltrúum. Leitast skal við að leikskóinn eigi einn fulltrúa í stjórn og hver deild innan skólans eigi einnig sinn fulltrúa. Fulltrúi leikskólans eru þó ekki kjörgengur til formanns. Stjórnarmenn sem eiga eitt barn í leikskólanum á síðasta leikskólaári skulu ekki heldur vera kjörgengir til formanns.

Kjörtímabil stjórnar er eitt ár í senn, talið frá aðalfundi til aðalfundar.  Foreldrafélagið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund. Kjósa skal 1 formann, 1 varaformann, 1 trúnaðarmann, 1 gjaldkera og 1 ritara. Stjórn er ekki ákvörðunarhæf nema mættir séu a.m.k. 3 stjórnarmenn á fund og ræður meirihluti atkvæða mættra fundarmanna í öllum málum.

Ritari skal bókfæra allar meiriháttar ákvarðanir stjórnar.

Ekki er æskilegt að allir stjórnarmenn hætti störfum í einu. Stjórninni er heimilt að kveða til starfa nýjan stjórnarmann fari einhver stjórnarmanna útúr stjórninni, t.d. ef barn hans hættir á leikskólanum.

5 gr. Félagsgjöld, ákveðin á aðalfundi hverju sinni, skulu innheimt af stjórn félagsins tvisvar á ári, í mars/apríl og nóvember. Skal reikningsár foreldrafélagsins hefjast 1. október og ljúka 30. september ár hvert.

6 gr. Aðalfundur skal haldin ár hvert fyrir lok október. Boða skal til hans með auglýsingu með a.m.k. 10 daga fyrirvara og kynntur þar möguleiki á að koma á framfæri breytingu á lögum félagsins með tillögu til stjórnar.

7 gr. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund  og skulu þær bornar upp á aðalfundi . Meirihluti greiddra atkvæða mættra aðalfundarmanna nægir til breytinga á lögum félagsins.

8 gr. Á hverjum aðalfundi skal kjósa einn skoðunarmann reikninga. Hann skal skoða og eftir atvikum samþykkja reikninga ársins frá gjaldkera, fyrir næsta aðalfund.

Lög þessi með til orðnum breytingum voru samþykkt á aðalfundi  8. febrúar 2022.