Kæru foreldrar, 

Þá eru eTwinning verkefnið okkar "ePower Human Rights" hafið. Verkefnið er fyrir 4-5 ára börnin í leikskólanum. Ásamt Íslandi er verkefnið unnið saman með sex öðrum löndum Þýskalandi, Noregi, Ítalíu, Líbanon, Jórdaníu og Frakklandi. Efnið sem verður tekið fyrir eru meðal annars:

  • réttindi barna
  • mannréttindi
  • lýðræði
  • réttur til betri lífs (umhverfi og vellíðan)
  • réttur til menntunnar (fjölmiðlalæsi) og margt fleira.

Okkur langar til að hvetja ykkur foreldra til að taka umræðuna heima um verkefnið og það sem við erum að gera hverju sinni. Hér er tengill á verkefnið þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu uppfærslum og vera um leið þáttakandi í eTwinningverkefninu. 

Verkefnið "ePower Human Rigths" miðar að því að styrkja börn og ungmenni með því að fræða þau um réttindi sín og gefa þeim tækifæri til að nota þessi réttindi í daglegu lífi. Í verkefninu verður lögð áhersla á að samþætta réttindi barna inn í námskrár, efla þátttöku í að taka ákvarðanir og efla lýðræðislega hæfni nemenda. Verkefninu er stýrt af alþjóðlegu teymi faglærðra kennara og uppeldisfræðinga.