Réttindaskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Verkefnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.

Í tengslum við verkefnið var stofnað réttindaráð í leikskólunum en í því fá börnin tækifæri til að hafa áhrif. Umræður og verkefni sem tengjast aðgengi og þátttöku, jafnrétt og framkomu við skólafélaga hafa líka verið sett á dagskrá.

Kópavogur er barnvænt sveitarfélag og er réttindaskólaverkefni UNICEF hluti af því sem felst í að vera barnvænt sveitarfélag.

MARKMIÐ RÉTTINDASKÓLA UNICEF ERU:

  • Aukin þekking á mannréttindum – starfsfólk og börn auka þekkingu sína á réttindum barna
  •  Lýðræði – börn fá reglubundin tækifæri til þess að taka þátt í ákvarðanatöku
  •  Eldmóður fyrir mannréttindum – börn eru hvött til þess að beita sér fyrir réttindum sínum og annarra
  •  Forsendur Barnasáttmálans hluti af daglegu starfi – stjórnendur vinna með markvissum hætti að því að gera sáttmálann að viðmiði í stjórnsýslu skóla- og frístundastarfs
  •  Samstarf – samstarf skóla við alla sem koma að uppeldi barnsins með það að markmiði að raungera réttindi 

Lokaskýrsla Lækjar til Réttindaskóla UNICEF