Hópaskipting eftir páska

Hópaskipulag eftir páskafrí verður að mestu óbreytt og mun halda þangað til samkomubanni verður aflétt. Við þurftum þó að gera örfáar breytingar til þess að jafna hlutföllin í hópunum m.a. þar sem bæði kennarar og börn hafa bæst í hópinn eftir sóttkví. Nokkur hluti barna hafa ekkert mætt í leikskólann og sendum við þeim okkar bestu kveðjur. Ekki hefur komið upp smit í hópunum og er það gleðilegt.