Góðir gestir frá Svíþjóð
Í vikunni 17. - 21 mars fengum við góða heimsókn frá 9 kennurum frá Svíþjóð. Þær skiptu sér í 2 hópa. Annar hópurinn kom til okkar og var mánudag og þriðjudag og hinn hópurinn kom og var með okkur á miðvikudag og fimmtudag. Hina dagana fóru þær á Akranes og heimsóttu leikskóla þar. Hópurinn prufaði að fara í útikennslu voru inni á deildum. Pattý kynnti fyrir þeim barnaþing og svo sáu þær þegar börnin voru að undirbúa pysludaginn mikla sem var á fimmtudeginum. Þannig að seinni hópurinn fékk að sjá hvernig pylsudagurinn var framkvæmdur hjá okkur. Það var mjög gaman að fá svona heimsókn og sýna þeim allt okkar flotta starf í Læk