Viðurkenning og verðlaun fyrir eTwinning verkefni

Í nóvember síðast liðinn fékk leikskólinn Lækur afhenta viðurkenningu og verðlaun fyrir eTwinning verkefnið “Learning about my world” sem Patricia (Patty) ásamt starfsfólki Álfhóls og Víghóls gerðu síðast liðin vetur.  Pattý hefur haft yfirumsjón með eTwinning verkefninu hjá okkur síðastliðin 5 ár. Hún ásamt starfsmönnum deildanna hafa sinnt þessu af mikilli natni og við erum virkilega stolt af þeim fyrir að ná þessum áfanga fyrir okkar hönd. Pattý hefur núna fengið stöðu sem sendiherra fyrir leikskólasvið á Íslandi og er núna nýkomin af ráðstefnu í Grikklandi á vegum eTwinning, þar sem hún var að segja frá verkefninu okkar sem Álfhóll og Víghóll gerður í fyrra. 

Þann 8. maí hefur leikskólanum Læk verið boðið að taka þátt í uppskeruhátíð evrópusamstarfs og kynna verkefnið okkar. Uppskeruhátíðin verður haldin í Kolaportinu við Tryggvagötu kl. 14 – 18.  Þar verðum við með bás og kynningu á verkefninu okkar.  Þar sem leikskólinn okkar ásamt fleirum verður með bás og kynningu á verkefnum sínum.  Það væri gaman að sjá sem flesta að mæta og sjá verkefnið sem við og tveir elstu aldurshópar leikskólans hafa verið að gera í vetur.