sumarlokun 2024
Sumarlokun er frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2024.
Leikskólarnir loka kl: 13:00, þriðjudaginn 9. júlí og opna kl: 13:00, fimmtudaginn 8. ágúst vegna frágangs og undirbúnings.
Leikskólanefnd lagði til árið 2023 að eftirleiðis yrði sumarlokun leikskóla fjórar vikur á sama tímabili hvert ár. Lokunartímabilið er aðeins breytilegt á milli ára en vegna frágangs og undirbúnings lokar leikskólinn kl: 13:00 á þriðjudegi og opnar kl:13:00 á fimmtudegi eftir frídag verslunarmanna. Þetta eykur fyrirsjáanleika fyrir fjölskyldur og starfsfólk leikskóla. Undanfarin ár hefur þessi tími verið valinn af foreldrum og starfsfólki allra leikskóla Kópavogs. Jafnframt hentar þetta mjög vel aðlögun nýrra barna og skipulagningu faglegs starfs þ.e. skýr skil eru um upphaf og lok skólaársins auk þess sem foreldrar geta gengið að því vísu í upphafi skólaárs.