Vala appið

Við viljum hvetja alla foreldra til að sækja appið. Appið heitir Vala og þið getið náð í það á Appstore og Playstore. Það sem er fyrir ykkur foreldra er blátt á litinn. Með Völu appinu geta forráðmenn á einfaldan hátt átt samskipti við leikskólann um nánast allt sem varðar vistun barna. Í dag eru upplýsingar í Völu appinu um viðveru, matseðla og viðburði leikskólans.Það er einfalt að tilkynna forföll og senda leikskólanum skilaboð. Til að nota Völu appið þurfa forráðamenn að vera með rafræn skilríki og það er til að tryggja öryggi í auðkenningu í Völunni. Ef forráðamenn eru með fleiri en eitt barn í leikskólanum þá er hægt að sjá bæði börnin í appinu og skipta á milli barna. Völu app er án endurgjalds fyrir forráðamenn. Einhverjir foreldrar innanhús eru byrjaðir að notfæra sér appið og senda okkur skilaboð í gegnum það og tilkynna veikindi. Það eru ennþá einhverjir hnökrar í foreldra appinu en við munum upplýsa ykkur um þróun mála á næstunni. Það er t.d. ekki hægt að setja inn myndir og við getum ekki svarað skilaboðum í gegnum appið, við þurfum að fara í tölvu til að gera það. Kópavogsbær er að vinna í þessu og það eru einhverjir leikskólar prufuskólar og safna saman öllum ábendingum varðandi notkunina.