Bleikur dagur

Það er búið að vera viðburðarríkur október hjá okkur á Læk. Við erum til dæmis búin að halda upp á bleika daginn og var gaman hvað margir mættu í bleikum fötum. Við vorum með samsöng og flæði um morgunin og smá fræðslu um tilgang bleika dagsins. Börnin fengu síðan bleikan ís í kaffitímanum sem vakti mikla lukku.