Heimsókn í Hörpu miðvikudaginn 20. september

Elstu börnin fóru í heimsókn í Hörpu miðvikudaginn 20. september. Þar hlustuðu þau á Dýrasnifónínuna eftir bandaríska höfundinn Dan Brown. Börnin skemmtu sér konunglega á tónleikunum og voru skólanum til sóma. Það er gaman að segja frá því að Vera, mamma Gabríels og Klöru sem eru á Álfhóli var konsertmeistari á tónleikunum og börnunum fannst ansi merkilegt að sjá hana á sviðinu.