Janúar 2023

Nú er janúarmánuði að ljúka með sínum áskorunum. Við héldum upp á þrettándann með því að leika okkur með vasaljós í leikskólanum. Þá lékum við okkur með ljós og skugga. Börnin skemmtu sér vel í myrkrinu og skoðuðu heiminum í gegnum mjóan ljósgeisla. Blár dagur var föstudaginn 13. og bóndadegi var fagnað á opnu húsi með morgunbollum og kaffi 20. janúar. Í Stóra Læk var fjölmennur samsöngur þar sem sungin voru lög tengd þorranum. Við fengum grjónagraut, rúsínur og slátur í hádegismat ásamt því að það var í boði að smakka sviðasultu og harðfisk með smjöri.