Öskudagsgleði

Kötturinn var sleginn úr tunnunni og öll börnin fengu tækifæri til að slá í tunnuna með priki. Úr tunnunni komu snakkpokar handa öllum börnunum. Það var frjáls dans og flæðandi leikur um húsið. Í hádeginu fengu börnin Tortilla með hakki og grænmeti. Dagurinn var vel heppnaður og börnin skemmtu sér vel í hlutverkunum sínum.