Þemavika Barnasáttmálans

Í þessari viku höfum við fagnað Réttindum barna. Börnin hafa meðal annars rætt um réttindi sín til þess að leika sér, að eignast fjölskyldu, að fá mat og læknishjálp. Í Vimeo að neðan sýnum við tvö af þeim verkum sem börnin hafa gert í þemavikunni og eru sköpuð í leik þeirra. Annars vegar hjálpaði kennarinn þeim við að taka viðtal um mikilvægi leiks og hins vegar bjuggu þau til risaeðlur og sjóræningjaskip úr endurvinnanlegu efni. Reynsla sem börnin fá út úr leiknum er að hann sé nauðsynlegur lifinu og að lífið væri mjög sorglegt og leiðinlegt ef það væru engir leikir. Foreldrar frá öllum deildum tóku þátt í vikunni með því að senda myndir af börnunum sínum að leika sér og þær myndir skreyta leikskólann í dag.