Fréttir af skólastarfi

24.09.2022

Aðalfundur foreldrafélagins Grágæsar verður haldinn þriðjudagskvöldið 27. september kl.20.00 í Stóra Læk.

Á aðalfundinum verður sagt frá því sem búið er að gera á síðasta ári ásamt því að lagður verður fram reikningur félagsins. Þá verður lögð fram breytingatillaga að nýjum lögum ásamt því að það verður kosið í nýjar stjórnir foreldrafélags og foreldraráðs. Óskað er eftir áhugasömum foreldrum til að bætast við þá sem fyrir sitja í stjórn. Að loknum aðalfundi verður kynning á vetrarstarfinu inn á deildum. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. 


Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Börnin ætla að vigta matarafganga í Stóra Læk og sjá hversu mikil sóun er hjá okkur í leikskólanum. Til hliðsjónar eru þessi atriði úr 12.greininni.

12.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru. 

12.8 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna.
 

Fréttamynd - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Fréttamynd - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Fréttamynd - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Fréttamynd - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn