Upplýsingar vegna Covid smits í Læk

Greinst hefur Covid smit hjá starfsmanni á Lynginu í Litla Læk. 13 börn, 2 starfsmenn og 2 börn á Laufinu sem voru í nálægð við smitaða starfsmanninn eru komin í sóttkví eftir tilmæli frá rakningarteymi. Búið er að upplýsa alla foreldra á deildinni um stöðuna. Þau börn sem ekki voru útsett fyrir smiti er velkomið að mæta í leikskólann á mánudaginn. Sóttkví er miðað við 9. september og stendur yfir í viku. Skipulagsdagur er föstudaginn 17.september.

Mikilvægt er að huga að smitgát, fylgjast þarf vel með einkennum og halda börnunum heima ef einkenna verður vart. Nánari upplýsilngar eru á https://www.covid.is/

Helstu einkenni COVID-19
  • Hósti
  • Hiti
  • Hálssærindi
  • Kvefeinkenni
  • Andþyngsli
  • Bein og vöðvaverkir
  • Þreyta
  • Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
  • Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
  • Höfuðverkur