Herrakaffi

Í tilefni bóndadagsins 24.janúar var herrum boðið til okkar í lok dags. Boðið var upp á heimabakaðar kleinur og kaffi. Heitt var á könnunni frá kl. 15.00 til lokunar og allir karlar í lífi barnanna hvattir til að gefa sér smá tíma með börnunum. Kleinurnar slógu í gegn þar sem rúmlega 500 stykki ruku út og við þurfum að baka fleiri á næsta ári. Takk fyrir skemmtilega samveru og góða mætingu.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn