Sumarlokun leikskólans

Niðurstöður kosninga varðandi sumarlokun liggja fyrir. Alls svöruðu 114 foreldrar könnuninni. 84,2% völdu seinna tímabilið 7. júlí - 5. ágúst og 15,8% fyrra tímabilið. Þá mun leikskólinn loka kl. 13.00 þann 7. júlí og opna aftur 5. ágúst kl. 13.00.