Nóvember:

Í þessum mánuði erum við að kynnast skógunum okkar. Í þessari starfsemi hefur verið ákveðið að fara með nemendur í Guðmundarlund. Þessi staður var valinn vegna þess að hann tilheyrir borginni þar sem skólabörnin búa. Í öðru lagi var hann valinn vegna þess að það er hefð á Læk að heimsækja þennan stað einu sinni á ári.

 Staðurinn er mjög fallegur og býður upp á mikið af afþreyingu fyrir börn. Kennararnir munu fara með báðum árgöngum þar sem þetta verkefni felur í sér mikið reynslu sem nær að tengjast skólanámskrá fyrir þennan aldurshóp.

Dagana 3. og 4. nóvember fóru börnin í skoðunarferð í Guðmundarlund. Umsjónarmaður staðarins tók á móti okkur og fór með okkur í Gamal húsið þar sem hann hélt fyrirlestur. 

Í ræðunni útskýrði hann fyrir okkur hvernig grenitré verða til og hvernig þau fjölga sér þegar könglar falla til jarðar. Hann sýndi okkur með hjálp smátréstokks hvernig tré vaxa og hvernig hægt er að sjá aldur þeirra í hringjum stofnsins.


Umsjónarmaðurinn taldi árin á litlum stokk sem hann átti af grenitré og við sáum hvernig hann var 20 ára þegar tréð  var höggvið niður. Börnin tóku þátt í að telja hringina á stokkunum til að sjá aldur þeirra. Við löbbuðum rétt hjá til að horfa á skemmdirnar sem urðu  af völdum elds í skóginum í fyrra. 

Þótt svæðið hefði brunnið  mátti samt sjá sprota þar sem nýtt gras er þegar að vaxa. Að lokum tók umsjónarmaður okkur til að hlusta á trén.

Börnin léku sér úti með ýmsa hluti sem við komum með úr leikskólanum. Einnig æfðu börnin sig að leika sér saman og nýttu það sem náttúran bauð þeim.




 

Börnin og kennarar sátu saman og fengu kakó og smákökur. Þau borðuðu ekki grænmeti því það var mjög snemmt en þau fengu banana. Seinna fórum við öll saman í göngutúr í skóginum og sungum nokkur lög.

Síðasti partur dagsins var fráls leikur. Sum börn notuðu tækifæri til þess að ganga með kennaranum um skálann og skoða plönturnar fyrir aftan húsið á meðan aðrir fóru að telja hringina á trjástofnunum.

Almennt nýttu börnin tímann mjög vel til að skoða sig um í náttúrunni og velta fyrir sér hvernig þau gætu nýtt sér efni úr henni. Á endanum sótti rútan okkur upp eftir og við fórum til baka í leikskólann.

Næsta daginn var börnunum boðið að teikna Guðmundarlund og það sem þeim hefði þótt merkilegasti þáttur ferðarinnar. Sum teiknuðu húsið, og aðrir fallhlif sem var notað til þess að leika með bolta.

https://vimeo.com/641977398

Október:

 

Farið var með börnin í skoðunarferð og til þess að rannsaka umhverfi skólans. Tilgangurinn var að safna upplýsingum um hvað finnst í nátturunni. Börnin tóku með sér stækkunargler til að rannsaka umhverfið og hvað sé undir klettunum.


 Teknar voru myndir af mismunandi dýrum, skordýrum og plöntum. Við söfnuðum blómum til að skreyta vegginn okkar. Hvert barn kom með sína eigin poka og Pattý geymdi þá fyrir næstu verkefni.


Næstu viku skreyttum við vegginn okkar með þeim plöntum og blómum sem höfðu safnast saman. Verkinu var skipt í tvennt: nokkur börn skreyttu vegginn með hjálp frá Pattý og hin börnin máluðu dýrin sem eru á Íslandi. Til að styðja börnin í verkefninu skoðuðu kennararnir með þeim bækur og ræddu við þau um dýrin sem búa á Íslandi.

https://vimeo.com/637568844

Í næsta verkefni fórum við með börnin í gönguferð með BLÆR. Þessi ferð var farin með báðum árgöngum  því að öll börnin vildu taka þátt í því. Í göngutúrnum sögðu börnin BLÆ frá umhverfi sínu og útskýrðu fyrir honum það sem fyrir augu bar.

September:    

Þessi mánuður var notaður til að undirbúa verkefnið. Tveir kennaranna, Maggý og Karó, teiknuðu myndir af kennurum sem munu taka þátt í verkefninu.

Pattý gerði upptöku, þar  sem kennarar  kynna sig með nafni, segja hvar þeir vinna og senda fallega kveðju til barnanna sem hlusta á þá.

Í þessum mánuði voru börnin hvött til að æfa sig að segja frá sjálfum sér. Þau áttu að gera það  með því að gefa upp nafn, aldur og hvar þau búa. Þetta verkefni var valið til að styrkja sjálfsmynd og efla máltjáningu barnsins. Í kjölfar verkefnisins sköpuðu börnin sjálfsmynd. Sjálfsmyndirnar voru settar á heimasíðu verkefnisins og hverri mynd fylgdi raddupptaka af hverju barni,  þar sem barnið lét  í té  ofangreindar upplýsingar.

https://vimeo.com/638321237

Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin 2017–2018 skreyttu vegginn  til að nota hann sem bakgrunn fyrir verkefnið sitt. Í þeim bakgrunni máluðu þau heiminn með himni og jörð.

Hér er hægt að skoða öllum verkefnum:

Skemmtilegt verkefni í nátturunni

Fun Nature Activities