Bless bless

Desember:


Fyrstu vikuna í desember var haldinn fundur með eldri börnum leikskólans. Löndin Serbía, Ítalía og Grikkland tóku þátt í þessum fundi. Tilgangurinn var að hvetja til munnlegrar tjáningar. Á þessum fundi sagði hvert barnanna nafn sitt og aldur og síðan sungu börnin lagið „Jólasveinar ganga um gólf“. Í lokin heyrðum við börnin frá Serbíu og Grikklandi segja einnig nafn sitt og aldur.


 Það var mjög áhugavert að heyra erlendu nöfnin. Eftir að allir kynntu sig gáfu sjö börn frá Íslandi lýsingu á því hvernig jólin eru heima hjá þeim. Fyrsta barnið var svolítið feimið í fyrstu en með hjálp og hvatningu hinna krakkanna og kennaranna var drengurinn hvattur og talaði mjög vel um hefðina heima. 

Meðal lýsinga voru hangikjöt, jólatré, margir jólasveinar og fleiri hefðbundnir íslenskir hlutir. Börnin töluðu mjög skýrt og hegðuðu sér mjög vel og urðu kennararnir stoltir af framkomu þeirra. 


Seinna hlustuðum við á tal barna frá Serbíu og Grikklandi þar sem Ítalía gat ekki tengst í gegnum netið. Allir klöppuðu mikið og við hlógum líka mikið. Tengsl í gegnum netið voru svolítið erfið í fyrstu og sýndi það að það getur verið óútreiknanlegt og tekið lengri tíma en kennarinn hefur ákveðið.

Desembermánuður er mjög annasamur mánuður og krakkarnir eru með ýmislegt í gangi en það er vilji kennara að reyna að skapa tækifæri til að endurtaka fundinn með 4–5 ára hópnum.

Nóvember:

Verkefnið sem valið var vikuna 15. – 26. nóvember snerist um réttindi barna. Af því tilefni héldum við erindi þar sem rætt var um rétt barna til að fá fæði, læknishjálp, réttinn til að eignast fjölskyldu, að fá nafn. Einnig var rætt um réttinn til leiks og frítíma.  


Eftir erindin voru börnin beðin um að teikna þann rétt sem þeim þótti áhugaverðastur. Margir drógu réttinn til að eignast fjölskyldu. Börnin teiknuðu móður sína og föður, önnur alla fjölskylduna með bræðrum og systrum.



 




Það voru börn sem drógu réttinn til að leika sér. Þau teiknuðu börn að leik eða leikföng.




 Í lokin tók Pattý myndir af teikningunum og við sendum þær á eTwinning þar sem teikningarnar voru settar í myndasafn. Myndasafnið má sjá á eftirfarandi netfangi: 

Myndir um réttindi

 Aðrar teikningar voru hluti af leikjatöflu í tölvunni til að búa til leiki:  spurningaleikur, samstaðuspil og fl. Hægt er að skoða leikina á eftirfarandi netfangi: 

Leikir: Barnaréttindi

Október:

Dagana 6.–7. og 13.–14. október var næsta verkefni kynning um Ísland. Á þessum tímabili spjölluðu börnin um staðina sem þau hafa heimsótt. Hvert barn sagði frá því hvar þau eyddu fríinu sínu eða hverja þau heimsæki  reglulega í sveitinni eða í öðrum bæjum á Íslandi.  Markmiðið var að safna upplýsingum frá Íslandi sem voru merkileg fyrir börnin. 


Kennararnir Hrund, Sara og Pattý söfnuðu upplýsingum frá börnunum og leituðu að 

tilteknum myndum á netinu. 

Þær settu myndirnar og frásagnir á kartónspappa. Skólinn var skreyttur með  kartonpappa  um leið og þær voru búnar til. 

Dagana 20.–21. október var næsta verkefni barnanna að kynna íslenskan mat fyrir vinum sínum í öðrum löndum. 

Verkefnið fólst í því að leyfa börnunum að búa til mat fyrir sig í leikskólanum, gera myndband af því og setja  það á e-Twinning síðu með viðeigandi uppskrift. Börnin elduðu steikta fiskifingur með grænmeti og kartöflum í Læk.

 Haflína og Hrönn aðstoðuðu börnin við gerð matarins og þegar börnin voru búin að elda borðuðu þau matinn.

 Uppskriftin var sett á e-Twinning síðu með myndum af matsalnum. Vimeo myndir: Börnin elda matinn

 

 

  

Dagana 27.–28. október var verkefnið að teikna íslenska fánann. Þetta verkefni var skemmtilegt  því að það gaf börnunum tækifæri til að sjá hvað litirnir í íslenska fánanum tákna. Við þetta verkefnið skoðuðum við að blár táknar hafið, rauður táknar eld og hvítur táknar snjó. Börnin teiknuðu  fánana sína og Pattý tók mynd af þeim með fánann.  Hægt er að skoða öll verkefni í vimeo: Íslenski fáninn

 


September:

Þessi mánuður var notaður til að undirbúa verkefnið. Tveir kennaranna, Maggý og Karó, teiknuðu myndir af kennurum sem munu taka þátt í verkefninu. Pattý gerði upptöku, þar  sem kennar kennarar kynna sig með nafni, segja hvar þeir vinna og senda fallega kveðju til barnanna sem hlusta á þá. 

Hægt er að sjá sjálfmyndirnar: Sjálfmyndir

Næsta verkefni var að kynna sig og fjölskyldu sína. Börn fædd 2016 fluttu kynningu á sér og fjölskyldu sinni. Þau æfðu sig að segja frá sjálfum sér. Þau áttu að gera það  með því að gefa upp nafn, aldur og hvar þau búa.

 Þetta verkefni var valið til að styrkja sjálfsmynd og efla máltjáningu barnsins. Í kjölfar verkefnisins sköpuðu börnin sjálfsmynd. Sjálfsmyndirnar voru settar á heimasíðu verkefnisins og hverri mynd fylgdi raddupptaka  af hverju barni,  þar sem barnið lét  í té  ofangreindar upplýsingar. 

Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin 2016–2018 skreyttu vegginn  til að nota hann sem bakgrunn fyrir verkefnið sitt. Í þeim bakgrunni máluðu þau heiminn með himni og jörð. , himininn fyrir ofan, grasið og eldfjöllin fyrir neðan. Börnin máluðu líka tré, laufblöð og blóm til að skreyta vegginn og til að líkja eftir heiminum. Þar munum við setja verkin okkar og í lok verkefnisins mun veggurinn gefa okkur mynd af því hvernig heimurinn okkar er. 

 

   

 


Hér er hægt að fylgjast með öllum verkefnum:

Kviksjá menningar

Cultural Kaleidoscope