Reglur í Læk frá og með 25. janúar

Foreldrar/forráðamenn fylgja börnum sínum inn í fataklefa. Foreldrar opna ekki dyr frá fataklefa inn heldur bíða eftir að börn þeirra verði sótt í fataklefa. Foreldrar fara ekki inn í leikskólann. Ef það er ekki starfsmaður við dyr/skilrúm þarf að hringja inn á deild barnsins. Símanúmer eru á hurð eða töflu í fataklefa.

Reglur í fataklefa: 4 fullorðnir að hámarki í einu með grímu og spritta hendur. Sóttvarnir eru á ykkar ábyrgð! Ein af helstu smitleiðunum eru snertifletir og því er mikilvægt að þið hugið að því. Við hvetjum ykkur til að sýna tillitssemi og vera snögg að klæða börn ykkar úr og í fötin þar sem röð getur myndast.

Hafragrautur og lýsi verður í boði frá kl. 8.15 - 8.45. Mikilvægt er að virða þau tímamörk.

Ykkar hlutverk:
Að morgni: Raða fötum í hólf barnanna.
Í lok dags: Ganga frá fötum barnanna eins og þið viljið koma að þeim næsta dag.

Við leggjum upp með þetta skipulag og endurmetum í lok næstu viku. Ef þið hafið athugasemdir við þetta skipulag er ykkur velkomið að hafa samband við leikskólann.

Það er búið að vera mikið álag á starfsmenn í marga mánuði og því er það von okkar að þetta fyrirkomulag létti á störfum okkar. Þetta er einnig liður í samvinnu á milli deilda þar sem vinnustytting starfsmanna fækkar fjölda í húsi í upphafi og lok dags. Þetta byggir á samvinnu og tillitssemi.

Með von um gott samstarf.

Fyrir hönd starfsmanna í Læk