17.júní í Kópavogi

Haldnar verða FIMM  hverfishátíðir og að auki munu TVÆR bílalestir keyra um bæinn með Línu Langsokk í annarri og Ronju Ræningjadóttur í hinni ásamt Skólahljómsveit Kópavogs, ævintýrapersónum úr Leikhópnum Lottu, nýstúdent og fjallkonu.
 
Bílalestirnar munu stoppa á eftirfarandi stöðum:
Við leikskólann Dal um kl. 12:15
Við Álfhólsskóla Digranes um kl.12.25
Við Leikskólann Læk um kl. 12:40
Við Lindaskóla um kl. 12:45
Við Vatnsendaskóla um kl.13:25
Við Kársnesskóla um kl. 13.25
 
FIMM hverfishátíðir verða við:
Kórinn kl. 14 - 16.
Íþróttamiðstöðina Versali kl. 14 - 16.
Fífuna kl. 14 - 16.
Fagralund kl. 14 - 16.
Menningarhúsin kl. 13 - 16.
 
Boðið verður upp á skemmtiatriði af ýmsum toga. 
Menningarhúsin verða með fjölskylduleikinn Söfnum sumri ásamt því að skapandi sumarstörf verða á svæðinu , sirkus listamenn og Húlladúllan kíkir við. Þá mun Valgerður Guðnadóttir vera með söngdagskrá. 
 
Á hinum hverfishátíðunum verður frítt í öll leiktæki auk þess sem eftirfarandi skemmtikraftar koma við á einhverjum hátíðunum en ekki þeim öllum: Söngvaborg, ræningjarnir úr Kardimommubæ, Lína langsokkur, Ronja ræningjadóttir, GDRN, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Hr. Hnetusmjör. 
 
Bærinn vill hvetja íbúa til að setja börn og ungmenni í forgang á hátíðunum þannig að þau fái hátíðarsvæðið fyrir sig til að skemmta sér.

Að sjálfsögðu verður gætt að tveggja metra reglunni fyrir þá sem það kjósa og allar hendur sem fara í leiktækin verða sprittaðar.

Sjá nánar á heimasíðu og Facebooksíðu bæjarins auk umfjallana í bæjarblöðum og á hverfissíðum bæjarins.
 
Gleðilegan 17 júní.