Þróunarverkefni

Að byggja nýjan skóla á grunni tveggja eldri 

Sameining Kjarrsins og Smárahvamms

Í ágúst 2011 var leikskólinn Kjarrið sameinaður leikskólanum Smárahvammi en Kjarrið hafði verið einka- og þjónusturekið frá upphafi. Hagræðingarsjónarmið réðu sameiningu skólanna. Í Kjarrinu voru 52 börn og í Smárahvammi 94, samtals voru börnin 146. Báðir skólarnir voru fyrir börn frá ca. 18 mánaða aldri þar til grunnskólaganga hefst.

Töluverð andstaða var við sameininguna að hálfu foreldra og starfsmanna Kjarrsins og hafði það áhrif á allt sameiningarferlið. Reynt var að koma til móts við óskir foreldranna og fara eingöngu í veigaminni breytingar á skólastarfinu í upphafi. Verkrammi, til fimm ára, var settur niður en samkvæmt honum er góður tími gefinn til að þróa starfið í sameinuðum skóla sem hefur nú fengið nýtt nafn og heitir Lækur. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica