Orðaskil

Orðaskil

Orðaskil-málþroskapróf byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningagerð málsins. Aldursviðmið fylgja prófinu, en með samanburði við þau er skorið úr um hvort málþroski barna mælist innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.

Höfundur er Elín Þöll Þórðardóttir, talmeinafræðingur.

Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra. 

Þeir foreldrar sem vilja ekki taka þátt í Orðaskilum þurfa að láta deildarstjóra vita.

Frekari upplýsingar veitir sérkennslustjóri.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica