Fréttir

Sumarhátíð

Sumarhátíð 

Föstudaginn 22.júní var haldin sameiginleg sumarhátíð Lækjar og Arnarsmára þar sem börn og starfsfólk gerðu sér glaðan dag saman.

Eldri börnin héldu upp í Vinalund í brekkunni við Digraneskirkju en yngri börnin voru í garðinum á litla Læk. Börnunum var skipt í hópa og farið var á milli fjölbreyttra stöðva þar sem þurfti að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir. Að lokum var leiksýning frá Götuleikhúsi Kópavogs og allir fengu grillaðar pylsur. 

Dagurinn heppnaðist vel og allir skemmtu sér vel. Við þökkum börnum og starfsfólki Arnarsmára fyrir skemmtilegan dag.


 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica