Fréttir

HjóladagurÍ byrjun júní var umferðarvika hér í leikskólanum. Þá ræðum við um umferðarreglurnar og fræðumst um ýmislegt sem tengist því. Þar sem það er mikið um útiveru og vettvangsferðir á þessu tímabili í leikskólanum er nauðsynlegt að hafa þessi atriði á hreinu. 

Í kjölfar umferðarfræðslunnar var hjóladagur fyrir tvo elstu árganga leikskólans þar sem lögreglan leit við. Dagurinn hepnnaðist vel og var mikil gleði og spenna í barnahópnum. Börnin fengu að hjóla stóran hring í kringum Lækjavöll.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica