Fréttir

Vorið í Læk 

Aprílmánuður var nokkuð rólegur og hefðbundinn hér í Læk, það var gulur dagur í byrjun mánaðarins og ágangur 2014 fór í Smárann í lok mánaðarins. Maí hefur verið öllu viðburðarríkari en hann hófst með undirbúning fyrir afmæli Lækjar og komu börnin saman og bökuðu veitingar fyrir stóra daginn. Þann 11. maí var svo blásið til veislu og foreldrum og velunnurum skólans boðið á opið hús þar sem verk barnanna voru til sýnis og veitingar á boðstólnum.

 

Árleg íþróttahátið Lækjar var haldin í maí og voru settar upp fjölmargar útistöðvar sem reyndu á ólíka hreyfifærni bæði á litla og stóra Læk. Allir skemmtu sér konunglega og veðrið var með besta móti svona miðað við veðurfarið í maí almennt. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica