Fréttir

Marsmánuður í Læk

Í mars hófum við vinnu með grunngildið Virðingu og munum við hafa hana sem leiðarljós í starfi okkar með börnunum næstu þrjá mánuði. Hægt er að lesa nánar um grunngildið með því að smella hér.  Blær, vináttubangsinn okkar lætur sitt ekki eftir liggja og aðstoðar okkur að tileinka okkur virðingu.


Pylsudagurinn mikli var haldinn hátíðlegur 16. mars við mikinn fögnuð. Þá eru settir upp "Pylsuvagnar" og börnin versla sér pylsur og drykki með heimagerðum gjaldmiðli, seðlum eða kortum. Þá skapast einnig mikil stemmning þegar semja á um verðið á veitingunum og börnin læra ýmislegt um verðgildi. 

Þá hefur skapast hefð fyrir því að hafa Rugldag í kringum 1. apríl en þar sem hann ber nú upp á laugardegi í miðju páskafríi þá var ákveðið að flýta honum örlítið þetta árið. Á rugldeginum eiga kennarar það til að ruglast á deildum, matráðurinn ruglast í eldhúsinu og hugmyndaflugið leikur lausum taumi í klæðnaði og fatavali. 

Myndum verður bætt við þessa frétt á næstu dögum.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica