Fréttir

Fjörugur febrúar

Það var að venju þéttsetin dagskrá í leikskólanum í febrúar en mánuðurinn hófst á fjólubláum degi. Það var gaman að sjá hve margir mættu með eða í einhverju fjólubláu, bæði ungir sem aldnir.


Þann 6. febrúar var opið hús í tilefni af Degi leikskólans. Gestum og gangandi var boðið að líta við og taka þátt í daglegu starfi. Mætingin var verulega góð sem endranær og þökkum við kærlega fyrir komuna. Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur voru allir á sínum stað með hefðbundnu sniði en hér í Læk hefur löngum tíðkast að hafa Öskudagsball og slá köttinn úr tunnunni. Það voru allskonar verur sem glæddu leikskólann lífi þann daginn eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.
Þá var efnt til Dömukaffiboðs í tilefni Konudagsins og öllum mömmum, ömmum, frænkum og vinkonum boðið í morgunkaffi. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica