Fréttir

Viðburðarríkur janúar í Læk

Að venju kvöddum við jólin á þrettándanum með því að hafa vasaljósadag. Garðurinn var skreyttur ýmisskonar glitskrauti og útiveran hófst óvenju snemma svo hægt væri að nýta myrkrið sem best. 

Í tilefni Bóndadagsins buðu börnin í Læk feðrum, öfum, frændum bræðrum og öðrum karlkyns velunnurum skólans í morgunkaffi og var sú nýbreytni að bjóða upp á hafragraut og heimabökuð rúnstykki. Það var afskaplega góð mæting þennan dag og við þökkum karlpeningnum kærlega fyrir komuna og skemmtilega þátttöku í leik og starfi með börnunum.
Sama dag var haldið þorrablót hér í Læk þar sem allir gæddu sér á þjóðlegum veitingum í hádeginu. Börnin voru sérstaklega dugleg að smakka og eiga hrós skilið fyrir. Þá var leikfangakista Þjóðminjasafnins fengin að láni og fengu börnin að kynnast leikföngum gamla tímans.Síðasta vikan í janúar var tileinkuð tannvernd og voru unnin ýmiskonar verkefni um tannheilsu í tilefni þess.Þetta vefsvæði byggir á Eplica