Fréttir

Aðventan í Læk

Það hefur aldeilis margt á daga okkar drifið í desembermánuði. Við byrjuðum jólamánuðinn á rauðum degi á litla Læk þann 1. desember en þann dag fóru börnin á stóra Læk í Guðmundarlund. Þar áttum við notalega stund saman og gæddum okkur á heitu súkkulaði og kleinum. Rauður dagur var svo haldinn í stóra Læk 8. desember.  


Í fyrstu viku desember vorum við með kirkjuferð og aðventukaffi fyrir börn og foreldra. Elsti árgangur leikskólans lék Helgileikinn fyrir okkur og við áttum notalega stund saman í Digraneskirkju. Eftir Helgileikinn var foreldrum boðið að þiggja veitingar í leikskólanum sem börnin á leikskólanum höfðu bakað. 

 

Jólaballið var svo á sínum stað þann 15. desember en þá fengum við að sjálfsögðu heimsókn frá jólasveinunum en þeir komu færandi hendi með mjúka pakka fyrir öll börnin. Að jólaballinu loknu var boðið upp á hátíðarmat að hætti kokksins.Elsti árgangurinn í Læk átti svo notalega jólastund með 1. bekkingum í Smáraskóla 18. desember. Í heimsókninni sungu þau nokkur lög, hlustuðu á jólasögu og unnu saman að jólaverkefni þar sem hvert barn útbjó handafar sitt sem var svo öllum raðað saman í eitt stórt jólatré.


Fleiri myndir má sjá á myndasíðum deilda.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica