Fréttir

Skipulagsdagur 6. október

Á skipulagsdaginn í Læk 6. október síðast liðinn var margt um að vera. Dagurinn byrjaði á sameiginlegum tarfsmannafundi þar sem ýmis málefni Lækjar voru rædd og hver deild fékk einnig tíma til að funda og skipuleggja starfið sitt. 


Eftir hádegið fengu starfsmenn fræðslu en þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynntu fyrir okkur aðferðir og gögn sem hægt er að styðjast við í leik og starfi. Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns. Þessar aðferðir gagnast vel með ungum börnum þar sem þeim er eðlislægt að anda djúpt og vera í núinu. Þær stöllur munu svo fylgja fræðslunni eftir með heimsóknum og handleiðslu til okkar í vetur. Hér má sjá myndir frá deginum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica