Fréttir

Haustfundur í Læk

Miðvikudaginn 4. október síðast liðinn var haldinn árlegur haustfundur fyrir foreldra barna í Læk. Foreldrafélagið Grágæs var með aðalfund þar sem kosið var í stjórn félagsins og einnig fóru þau yfir starfsárið og viðburði sem þau hafa staðið fyrir.

Þá fór María leikskólastjóri yfir mikilvæg málefni tengd leikskólanum áður en haldið var inn á hverja deild fyrir sig þar sem starfið var kynnt fyrir foreldrum.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og ánægjulega samveru.Þetta vefsvæði byggir á Eplica