Fréttir

Dagur læsis - 8. september

Þann 8. september síðastliðinn var dagur læsis en allt frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. 


Við í Læk tókum að sjálfsögðu þátt og buðum upp á "bóka bíó" í Mýrinni og vakti það mikla lukku meðal barnanna. Bóka bíó fer þannig fram að samtímis því sem kennari les bók fyrir börnin er blaðsíðum hennar varpað upp á skjá með myndvarpa eða skjávarpa.

Einnig horfðum við á myndband með söng um íslenska stafrófið og lögðum inn Lubba-málhljóðið A.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica