Fréttir

Útiskóli hjá elstu börnunum

Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að elstu börnin í Læk útskrifist í lok maí og hefji nám í Útiskólanum okkar strax í júní. Þá eiga þau aðsetur á Lækjarvöllum, sem annars er nýttur sameiginlega af öllum deildum yfir vetrartímann. 


Námið i útiskólanum er fjölbreytt og byggist mikið á vettvangsferðum. Börnin koma með bakpoka og aukaföt með sér í leikskólann og smyrja sér gjarnan nesti áður en þau leggja af stað í langferðir. Í ár hafa börnin heimsótt Landhelgisgæsluna, Húsdýragarðinn, Kraftvélar, Ljósmyndasafnið, Árbæjarsafnið, farið í Maríuhella í Heiðmörk,farið upp í Hallgrímskirkjuturn, heimsótt fjölmarga leikvelli á höfuðborgarsvæðinu og nýtt það skemmtilega umhverfi sem Kópavogsdalurinn hefur upp á að bjóða..

Hér má sjá nokkrar myndir.

  

 

  

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica