Fréttir

Sumarhátíð leikskóla Smárahverfis

Föstudaginn 23. júní var blásið til sameiginlegrar sumarhátíðar leikskólanna Lækjar og Arnarsmára. Löng hefð er fyrir hátíðinni og á hverju ári ríkir mikil eftirvæting fyrir þessum skemmtilega degi.


Dagurinn hófst með skrúðgöngu barnanna í Arnarsmára hingað niður að Læk. Þar bættumst við í hópinn og eldri börnin héldu áfram upp í Vinalund í brekkunni við Digraneskirkju en yngri börnin voru í garðinum á litla Læk. Þar skiptum við okkur í hópa og fórum á milli fjölbreyttra stöðva þar sem þurfti að leysa ýmislegar skemmtilegar þrautir.

     

Hátíðin endaði svo með leikskýningu götuleikhúss Kópavogsbæjar og sameiginlegri grillveislu. 

  

Við þökkum börnum og starfsfólki Arnarsmára fyrir stórskemmtilegan dag og hlökkum til næstu sumarhátíðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica