Fréttir

Aðlögun á milli deilda og breytt fyrirkomulag með hádegismat

Júní hefur aldeilis farið vel af stað hér í Læk. Elsti árgangur fór í útiskóla og hefur aðsetur á Lækjarvöllum, hér á milli leikskólabygginganna. Þetta er þriðja árið sem við höfum þetta fyrirkomulag og hefur það reynst afar vel. 


Aðlögun frá miðdeildum yfir á eldri deildar lauk í síðustu viku og nú í þessari viku er aðlögun frá litla Læk yfir á stóra Læk að ljúka. Það eru viðbrigði fyrir þessi yngri að læra á nýtt húsnæði en þau hafa verið dugleg að koma í heimsóknir í vetur og það hjálpar til. 

Þá tókum við upp breytt fyrirkomulag með hádegismatinn í stóra Læk, svokallað matarflæði. Börnin eru vön svipuðu fyrirkomulagi í kaffitímanum hér seinnipartinn og hafa því tekið breytingunum vel. Hugmyndin er sú að skapa notalega stund í hádegimatnum þar sem færri börn koma saman í einu um leið og við eflum sjálfstæði þeirra og sjálfræði. Börnin skammta sér sjálf á diskana sína og velja sér á diskinn sinn. Þau hafa einnig frjálst val um sæti í matsalnum og geta gengið frá borði þegar þau hafa lokið við matinn í stað þess að þurfa að bíða eftir öðrum. Yngstu börnunum er boðið fyrst í matsalinn, þannig er tryggt að þau komist tímanlega í hvíld og fái þann svefn sem þau þurfa. Eldri börnin koma í matsalinn eftir því sem losnar um sæti í matsalnum. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica