Fréttir

Febrúar kominn og farinn

Febrúar er eins og allir vita stysti mánuður ársins. Við hér í Læk nýttum hann vel og brölluðum ýmislegt skemmtilegt okkur til dægrastyttingar.

Þann 6. febrúar var opið hús hjá okkur í tilefni af Degi leikskólans. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans nýttu tækifærið og tóku þátt í leikskólastarfinu með börnunum sínum. 

17. febrúar var hið árlega Dömukaffi, en þá var mömmum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum boðið í kaffi og kleinur með leikskólabarninu sínu. 

Á bolludaginn var boðið upp á fiskibollur í hádeginu og rjómabollur í kaffitímanum. Mánuðurinn endaði svo með hvelli  á sprengidegi þar sem allir átu yfir sig af saltkjöti og baunum.

Við leyfum myndum frá Öksudeginum að fljóta með þó að hann hafi borið upp í mars þetta árið.Þetta vefsvæði byggir á Eplica