Fréttir

Viðburðarríkur janúar mánuður

Það hefur aldeilis verið glatt á hjalla hjá okkur í janúar. Venju samkvæmt var vasaljósadagur á Þrettándanum og mættu öll börn með vasaljós í leikskólann. Þá var einnig hvítur dagur á litla Læk og samsöngur í báðum húsum. 


Tveir elstu árgangar leikskólans fóru í heimsóknir á Hvalasafnið og  hafa svo unnið verkefni tengt þeirri heimsókn. Verkefnin lukkuðust svo vel að það var ákveðið að hafa sjávarþema fyrir dag leikskólans sem var nú 6. febrúar s.l. og er leikskólinn fagurskreyttur sjávardýrum af öllum stærðum og gerðum. Þá var öllum herrum sem tengjast skólanum boðið í Herrakaffi í tilefni Bóndadagsins og hér var húsfylli af pöbbum, öfum, bræðrum og frændum. Við héldum Þorrablót föstudaginn 27. janúar og klæddumst þjóðlegum klæðnaði þann dag. Í tilefni þorrans fóru börn fædd 2011 á Þjóðminjasafnið og börn fædd 2012 á Árbæjarsafnið í heimsóknir.  Þá hefur leikfangakista Þjóðminjasafnsins verið fengin að láni í leikskólann og mun vera staðsett einn dag á hverri deild svo börnin geti kynnst leikföngum "gamla tímans."

Þetta vefsvæði byggir á Eplica