Fréttir

Gleðilegt nýtt ár!


Við í Læk óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonum að þið hafið haft það sem best yfir hátíðarnar. Hér er allt að komast í fastar skorður aftur eftir fjölmargar skemmtilegar uppákomur sem desember hefur jafnan í för með sér. 
 
Í dag er síðasti dagur jóla og af því tilefni var vasaljósadagur hér í Læk. VIð höfum haft rafmagnsljós í lágmarki og börnin hafa notið sín í leik í mildri lýsingu af vasaljósum bæði úti og inni. Þá var haldinn samsöngur í báðum húsum og nýtt tækifærið til að syngja jólalögin í síðasta sinn - í bili. 

Við kvöddum ekki eingöngu jólin - hún Maríanna vann sinn síðasta vinnudag hér í Læk í dag. Hún hefur starfað hér frá opnun leikskólans og mótað starf hans af mikilli fagmennsku og alúð. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
María Vilborg Hauksdóttir, nýr leikskólastjóri, kom til starfa í upphafi árs. Við bjóðum hana velkomna í Læk og hlökkum  til samstarfsins með henni. Þetta vefsvæði byggir á Eplica