Fréttir

Jólaböll Lækjar

Í dag voru haldin jólaböll í litla og stóra Læk. Dansað var í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu í heimsókn. Að loknum jólaböllum léku kennarar í stóra Læk leikritið Greppikló við góðar undirtektir barnanna og mun það verða sýnt á litla Læk í næstu viku. Stefanía aðstoðarleikskólastjóri nýtti tækifærið og kvaddi börnin, en hún lætur af störfum nú um áramótin eftir 18 ára starf í leiksólanum. 

Í hádeginu var boðið upp á hangikjöt og hátíðarmeðlæti auk þess sem börnin fengu ís í eftirmat. Maríanna veitti starfsmönnum viðurkenningar fyrir vel unnin störf í Læk á 5-10 og 20 ára starfsafmælum þeirra. Vilborg Jóna (Bogga) á Álfhóli og Kristín Laufey aðstoðarleikskólastjóri hafa starfað hér í 5 ár. Ásrún á Þinghól, Guðbjörg á Laufinu og Bergþóra á Lynginu hafa starfað hér í 10 ár, og Guðrún Björg á Þinghól hefur verið við störf hér í Læk í 20 ár.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá deginumÞetta vefsvæði byggir á Eplica